Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. mars 2020 08:38
Elvar Geir Magnússon
Forseti ítalska sambandsins: Getum spilað í júlí og ágúst
Grabriele Gravina.
Grabriele Gravina.
Mynd: Getty Images
Grabriele Gravina, forseti ítalska sambandsins, neitar að afskrifa ítölsku A-deildina.

Mikil umræða er um hvort rétt sé að aflýsa tímabilinu þar sem kórónaveiran herjar á Ítalíu og er ekki í rénun.

Gravina er ákveðinn í því að það eigi að klára tímabilið og segir að það skapist svigrúm þar sem búið er að fresta EM 2020 og Ólympíuleikunum.

„Ég missi ekki vonina um að hægt verði að halda tímabilinu áfram. Ég mun gera allt til að það verði hægt. Mér finnst mjög erfitt að gefast upp. Ég tel að við töpum ef tímabilinu verður aflýst," segir Gravina.

„Ég geri mér grein fyrir því að það er of snemmt að tala um dagsetningar en það er vel hægt að spila í júlí og ágúst."
Athugasemdir
banner
banner
banner