Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 26. apríl 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England um helgina - Liverpool á leik í kvöld
United liðið hefur ollið vonbrigðum upp á síðkastið.
United liðið hefur ollið vonbrigðum upp á síðkastið.
Mynd: Getty Images
Liverpool mætir Huddersfield í kvöld.
Liverpool mætir Huddersfield í kvöld.
Mynd: Getty Images
Burnley fær City í heimsókn á sunnudag.
Burnley fær City í heimsókn á sunnudag.
Mynd: Getty Images
36. umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina.

Spennan er griðarleg í barátunni um titilinn og leiðir Manchester City í baráttunni við Liverpool með einu stigi fyrir síðustu þrjá leiki deildarinnar.

Fyrsti leikur umferðarinnar fer fram í kvöld þegar Liverpool fær botnlið Huddersfield í heimsókn. Liverpool liðið hefur unnið alla sína leiki síðan liðið gerði jafntefli gegn Everton 3. mars. Huddersfield er löngu fallið.

Laugardagurinn hefst með Lundúnaslag þegar Spurs fær West Ham í heimsókn á nýja heimavöllinn. Spurs situr í þriðja sæti deildarinnar og er í góðri stöðu í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton heimsækja Crystal Palace klukkan 14:00. Gylfi og félagar unnu gríðargóðan 4-0 heimasigur á Man Utd um síðustu helgi. Palace vann einnig sterkan útisigur á Arsenal.

Cardiff heimsækir Fulham þar sem Aron Einar Gunnarsson og félagar þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að halda líflínu í vonum sínum um að halda sér uppi í deildinni. Fulham er nú þegar fallið. Þá mætast Watford og Wolves í baráttunni um sjöunda sætið.

Sunnudagurinn er gífurlega spennandi þar sem Arsenal byrjar á því að heimsækja Leicester. Arsenal hefur tapað tveimur leikjum í liðinni viku þar sem Wolves vann Skytturnar 3-1 á miðvikudag.

Klukkan rúmlega eitt mætir topplið Man City á Turf Moor og heimsækir þar Burnley sem hefur verið á góðu skriði undanfarið. City liðið vann sannfærandi 0-2 sigur á Old Trafford í vikunni og lítur vel út.

Man Utd fær Chelsea í heimsókn í gífurlega mikilvægum leik upp á framhaldið. Tapi United lendir liðið sex stigum á eftir Chelsea í baráttunni um fjórða sætið. Chelsea tapaði tveimur stigum þegar Burnley náði jafntefli á Brúnni síðastliðinn mánudag. United liðið hefur tapað tveimur leikjum í liðinni viku sannfærandi. Fyrst 0-4 á Goodison Park og svo gegn City á miðvikudaginn.

föstudagur 26.04
19:00 Liverpool - Huddersfield (Stöð2Sport3)

laugardagur 27.04
11:30 Tottenham - West Ham (Stöð2Sport)
14:00 Crystal Palace - Everton (Stöð2Sport)
14:00 Fulham - Cardiff City
14:00 Southampton - Bournemouth
14:00 Watford - Wolves
16:30 Brighton - Newcastle (Stöð2Sport)

sunnudagur 28.04
11:00 Leicester - Arsenal
13:05 Burnley - Man City (Stöð2Sport2)
15:30 Man Utd - Chelsea (Stöð2Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner