banner
   fös 26. apríl 2019 09:45
Elvar Geir Magnússon
Frestaði fundi milli Pogba og Man Utd
Mino Raiola, umboðsmaður Pogba.
Mino Raiola, umboðsmaður Pogba.
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, er sagður hafa frestað fundi við Manchester United þar sem ræða átti um samningamál franska landsliðsmannsins.

Pogba hefur verið orðaður við Real Madrid en The Sun segir að hann sé ákveðinn í að yfirgefa United og það sé að sundra klefanum hjá liðinu.

Stuðlar veðbanka á að Pogba muni fara til Real Madrid hafa lækkað verulega.

Pogba er sagður óánægður með þróun Manchester United og að hann sé ekki sannfærður um að Ole Gunnar Solsjær sé rétti maðurinn til að stýra liðinu á beinu brautina.

Þá segir The Sun að samherjar Pogba óttist að Solskjær geti ekki höndlað hann.

„Ég held að hann verði hérna á næsta tímabili. Hann hefur gert góða hluti og er leiðtogi í klefanum," sagði Solskjær á fréttamannafundi í dag.

Pogba hefur einnig verið orðaður við endurkomu í sitt fyrrum félag, Ítalíumeistara Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner