Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. apríl 2019 11:14
Elvar Geir Magnússon
Hannes í Baku - Þurfti að eyða mörgum klukkutímum í að bíða eftir æfingum
Hannes er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins.
Hannes er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes í Baku er ný heimildarmynd um Hannes Þór Halldórsson og fjallar um tímann sem hann átti hjá knattspyrnufélaginu Qarabag í Aserbaidsjan. Heimildarmyndin um okkar ástkæra landsliðmarkmann er nú aðgengileg í Sjónvarpi Símans Premium.

Í meðfylgjandi myndskeiði er Hannes að tala um tímann sinn hjá Qarabag og muninn á æfingunum þar og í Evrópu.

„Síðan þarf ég að mæta aftur á æfingu upp úr tvö eða mæta upp á æfingasvæði klukkan tvö og hanga þar í fjóra klukkutíma, þangað til að æfingin byrjar klukkan sex. Það er svona eitthvað sem ég á svolítið erfitt með að venjast. Þetta er allt annar kúltúr heldur en maður er vanur úr Evrópu," segir Hannes Þór um æfingarnar í Baku.

„Maður fattaði ekki alveg hvað maður hafði það gott fyrr en maður kom hingað. Mæta hálf tvö, tvö, bíða í fjóra klukkutíma inni á herbergi þar til maður fær sms um það hvenær æfingin byrjar. Það er yfirleitt um klukkan sex, hálf sjö. Æfingin er þá í einn til tvo klukkutíma og búin rúmlega átta," bætir Hannes Þór við en krakkarnir voru yfirleitt sofnaðir þegar hann kom heim á kvöldin.

Hannes er nú kominn til Íslandsmeistara Vals en verður í banni í opnunarleik Pepsi Max-deildarinnar í kvöld, þegar leikið verður gegn Víkingi Reykjavík á Hlíðarenda.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner