Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 26. apríl 2019 15:20
Elvar Geir Magnússon
Mun Suarez fagna ef hann skorar gegn Liverpool?
Suarez skoraði fjölmörg mörk fyrir Liverpool á sínum tíma.
Suarez skoraði fjölmörg mörk fyrir Liverpool á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Luis Suarez segist þakklátur Liverpool fyrir það hvernig ferill hans þróaðist en segir að hann muni þó ekki hika við að fagna ef hann skorar gegn þeim.

Úrúgvæski sóknarmaðurinn verður í eldlínunni með Barcelona sem mætir Liverpool í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag.

Suarez yfirgaf Liverpool fyrir Barcelona sumarið 2014 og hefur myndað baneitrað sóknarpar með Lionel Messi. Leikurinn í næstu viku verður fyrsti mótsleikur hans gegn Liverpool síðan hann kvaddi Anfield fyrir fimm árum.

„Það er gaman að geta talað um það í aðdraganda leiksins hvað ég er gríðarlega þakklátur Liverpool fyrir allt sem félagið gaf mér. En þið þekkið mig, þegar ég er á vellinum þá er enginn vinskapur. Þá eru gömlu tímarnir gleymdir," segir Suarez.

„Ég ver liti Barcelona með öllu stolti heimsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner