Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. apríl 2019 14:05
Elvar Geir Magnússon
Óli Kristjáns svaraði aðsendum spurningum
Gummi Kristjáns er miðvörður.
Gummi Kristjáns er miðvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH mætir HK í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar á morgun klukkan 16:00. FH-ingar buðu upp á þá nýbreytni í dag að hafa fréttamannafund fyrir leikinn í gegnum Facebook.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, svaraði spurningum frá stuðningsmönnum og hér má sjá það helsta sem þar kom fram:

Um stöðuna á Kaplakrikavelli
„Völlurinn er óvenju góður. Hann er þéttari og betri en hann var á sama tíma og í fyrra. Vonandi er það ávísun á gott."

Um hnémeiðsli Davíðs Þórs Viðarssonar
„Davíð er að glíma við brjóskskemmdir í hnénu og verður að bíta í sig sársauka þar. Eitthvað sem ekki er hægt að laga núna en verður gert í haust. Það er langt síðan hann hefur spilað en er kominn í gott stand. Það er ekki langt þangað til hann verður klár í 90 mínútur."

Um stöðuna á Guðmanni Þórissyni
„Guðmann átti í meiðslum síðasta sumar. Hann kom til okkar 'out of shape' en hefur verið að vinna í því og er orðinn helvíti flottur kallinn. Þessi hásina-eymsli sem hafa verið í honum eru í betra horfi en þau voru fyrir hálfum mánuði."

FH gekk illa að verjast föstum leikatriðum síðasta sumar
„Við höfum unnið í föstu leikatriðunum í vetur. HK-ingar nýta sér föst leikatriði, þetta er ekki eitthvað sem við hræðumst heldur lítum á þetta sem áskorun. Ef við fækkum þessum mörkum sem við fengum á okkur úr föstum leikatriðum í fyrra þá erum við á fínum stað. Við höfum verið fínir í því í vetur að verjast föstu leikatriðunum í vetur."

Guðmundur Kristjánsson er miðvörður
„Ég held að hann hafi spilað einn leik á miðjunni síðasta sumar, annars var hann í miðverðinum. Fantasy spilarar geta alveg haft hann í miðverðinum, fram eftir sumri allavega."


Athugasemdir
banner
banner