Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. apríl 2019 12:48
Elvar Geir Magnússon
Pochettino um hollenska fríið: Ósanngjarnt
Pochettino er ósáttur.
Pochettino er ósáttur.
Mynd: Getty Images
Tottenham mætir Ajax í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar næsta þriðjudag.

Fótboltayfirvöld í Hollandi ákváðu að fresta leikjum helgarinnar í hollensku deildinni til að gefa Ajax meiri tíma til að búa sig undir viðureignina við Tottenham.

„Ég trúði því ekki þegar ég heyrði hvað Hollendingarnir væru að gera. Það væri gott ef fólk á Englandi tækju svipaða ákvörðun og myndi hjálpa okkur," segir Danny Rose.

Ungt og skemmtilegt lið Ajax hefur komið á óvart í Meistaradeildinni og segir Eric Gudde, forseti hollenska knattspyrnusambandsins, að ákveðið hafi verið að fresta umferð helgarinnar með hagsmuni hollenska fótboltans í heild sinni að leiðarljósi.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, sagði á fréttamannafundi í dag að það væri ósanngjarnt að hans lið þyrfti að spila um helgina. Tottenham mætir West Ham í hádegisleiknum á morgun.

„Þetta er erfitt. Ég skil að í þessum aðstæðum geta allir haft skoðun. Ég veit það vel að enska úrvalsdeildin og enska sambandið hafa reynt að hjálpa. Enska deildin er mjög ólík þeirri hollensku. En að þeir ætli ekki að spila um helgina finnst mér ekki sanngjarnt," sagði Pochettino.

Þess má geta að meiðslalisti Tottenham er óbreyttur. Serge Aurier, Erik Lamela, Moussa Sissoko og Harry Winks eru enn fjarri góðu gamni. Það á auðvitað einnig við um Harry Kane.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner