fös 26. apríl 2019 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sven-Göran Eriksson vill taka við skoska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Sven-Göran Eriksson, Svíinn sem er kannski hvað þekktastur fyrir að hafa verið landsliðsþjálfari Englands á árunum 2001-06, vill taka við skoska landsliðinu.

Sven tæki þá við skoska landsliðinu af Alex McLeish sem var rekinn fyrr í mánuðinum eftir vonda byrjun Skota í undankeppni EM 2020. Skotland tapaði 3-0 gegn Kasakstan í fyrsta leik liðsins í keppninni.

Sven, sem er 71 árs gamall, var fyrsti erlendi þjálfari í sögu enska landsliðsins. Hann er talinn einn sá líklegasti til að hreppa skoska starfið. Síðan hann hætti með Englendingana þá hefur hann stýrt landsliðum Mexikó, Fílabeinsstrandarinnar og Filipseyja sem hann hætti hjá fyrr á þessu ári.

Skoskir fjölmiðlar segja að þrettán milljónir punda séu í boði fyrir að komast áfram á EM fyrir skoska knattspyrnusambandið og því mikilvægt að finna rétta manninn í starfið.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner