Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. apríl 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland um helgina - Dortmund fær Schalke í heimsókn í Revierslagnum
Ein gömul mynd úr Revier slagnum þar sem Dortmund og Schalke mætast.
Ein gömul mynd úr Revier slagnum þar sem Dortmund og Schalke mætast.
Mynd: Getty Images
31. umferð þýsku Bundeslígunnar fer fram um helgina.

Umferðin hefst í kvöld með leik Augsburg og Bayer Leverkusen. Alfreð Finnbogason verðu fjarri góðu gamni í kvöld og spilar ekki meira með á leiktíðinni eftir að hafa farið í aðgerð.

Revier slagurinn fer fram á laugardaginn þegar Schalke heimsækir Dortmund í nágrannaslag. Schalke er svo gott sem öruggt með sæti sitt í deildinni eftir arfaslaka leiktíð. Dortmund er stigi á eftir toppliði Bayern Munchen.

Stuttgart fær Mönchengladbach í heimsókn í lokaleik laugardagsins. Stuttgart er í þriðja neðsta sæti deildarinnar og þarf að vinna upp sex stiga forskot sem Schalke hefur á liðið til þess að koma í veg fyrir að lenda í fallumspili.

Nurnberg fær topplið Bayern í heimsókn í lokaleik umferðarinnar á sunnudaginn. Nurnberg er þremur stigum á eftir Stuttgart og situr í næst neðsta sæti deildarinnar.

Bayern hefur verið á góðu róli undanfarið og hefur náð í 40 af 45 stigum mögulegum í síðustu fimmtán leikjjum. Dortmund hefur á sama tíma aðeins náð í 30 stig.

föstudagur 26.04
18:30 Augsburg - Leverkusen (SportTV2)

laugardagur 27.04
13:30 Dortmund - Schalke 04 (SportTV2)
13:30 RB Leipzig - Freiburg (SportTV1)
13:30 Eintracht Frankfurt - Hertha
13:30 Hannover - Mainz
13:30 Fortuna Dusseldorf - Werder
16:30 Stuttgart - Borussia M. (SportTV2)

sunnudagur 28.04
13:30 Hoffenheim - Wolfsburg
16:00 Nurnberg - Bayern (SportTV2)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner