Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 26. apríl 2020 17:00
Brynjar Ingi Erluson
De Gea: Ætla að vera hjá Man Utd í mörg ár til viðbótar
David De Gea
David De Gea
Mynd: Getty Images
David De Gea, markvörður Manchester United á Englandi, ætlar sér að vera hjá félaginu í mörg ár til viðbótar en hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning í september.

De Gea kom til United frá Atlético Madríd árið 2011 en hann hefur verið með bestu markvörðum heims síðustu ár.

Hann var þó nálægt því að fara til Real Madrid árið 2015 en faxtæki Madrídinga bilaði. Keylor Navas átti að fara til United í skiptum en ekkert varð af því.

De Gea skrifaði undir nýjan samning í september eftir langar viðræður en er staðráðinn í að vera áfram hjá United næstu árin þrátt fyrir þá umræðu að Dean Henderson gæti tekið við stöðunni eftir að hafa staðið sig vel á láni hjá Sheffield United.

„Bara það að vera partur af þessu félagi er magnað. Það er draumur að hafa verið hérna í næstum tíu ár. Það er frábært að spila fyrir þetta félag og ég vona að ég verði hérna í mörg ár til viðbótar," sagði De Gea.

„Liðið hefur bætt sig mikið og við vorum að standa okkur vel fram að þessum fordæmalausu tímum. Við vorum ekki að fá á okkur mikið af mörkum og Bruno kemur með mikil gæði inn i liðið. Hann er mjög snjall leikmaður og er frábær miðjumaður, " sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner