Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Mynd: Hulda Margrét
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Tyrfingsson.
Guðmundur Tyrfingsson.
Mynd: Hulda Margrét
Telmo Castanheira.
Telmo Castanheira.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Orri varð sumarið 2018 yngsti leikmaður í sögu efstu deildar þegar hann kom við sögu í 2-0 sigri á KR.

Eyþór hefur samtals leikið fimmtán leiki með meistaraflokki og lék sjö leiki þegar ÍBV féll úr Pepsi Max-deildinni í fyrra. Eyþór sýnir í dag á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
14 ára kom inn á hjá ÍBV - Yngstur í sögu efstu deildar

Fullt nafn: Eyþór Orri Ómarsson

Gælunafn: Andri Ólafsson byrjaði að kalla mig Snorra, sem er glórulaust

Aldur: 16 ára

Hjúskaparstaða: er á föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: fyrsti keppnisleikur var í byrjun sumars 2018

Uppáhalds drykkur: pepsi max

Uppáhalds matsölustaður: Gott í Vestmannaeyjum

Hvernig bíl áttu: er ekki með bílpróf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Sunderland till I die, Stewart Donald er kóngur

Uppáhalds tónlistarmaður: Auður

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann er að slá í gegn á Facebook beint eftir Helga

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Daim kurl, Snickers og Oreo

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: það var einhver sem ég veit ekkert hver er sem senti mér “Eyþór orri” og svo sagði hann/hún bara ekki meir.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Keflavík, held að ég myndi ekki nenna að búa þar

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Eiður Aron Sigurbjörns

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Kristján Guðmunds og Helgi eiga þennan titil saman

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Guðjón Pétur, hann er alltaf reiður

Sætasti sigurinn: 2-1 sigur á móti Stjörnunni með mfl 2018

Mestu vonbrigðin: tímabilið í fyrra voru vonbrigði, féll með mfl og 2. flokk

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Gummi Tyrfings, rosalegt pace

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann sem er í Norrköping

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Krummi Kaldal í 2. flokk Gróttu er yfirburða fallegur

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Clara Sigurðardóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Breki Ómarsson er stundum óþolandi hvað hann reynir mikið

Uppáhalds staður á Íslandi: Vestmannaeyjar er lang besti staðurinn á Íslandi

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: þegar ég keppti með U15 ára landsliðinu 2018 á móti Sviss var ég mikið í því að klípa einhvern gæja hjá Sviss og hann spurði hvort ég væri hommi og ég hló bara í andlitið á honum og hann brást skemmtilega við því, við strákarnir höfðum gaman af því.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: fer með bænirnar

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: handbolta og körfubolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: hef alltaf verið í Nike en ætla að koma mér í Puma fjölskylduna í sumar og spila í gulum Puma Future

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: ég er mjög góður í öllu í skóla en ef ég þyrfti að velja eitt væri það Náttúruvísindi

Vandræðalegasta augnablik: man ekkert sérstakt en datt þegar ég var úti að hlaupa um daginn og það var einhver að labba framhjá mér

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Sigurður Arnar myndi koma með til þess að halda aga í hópnum. Róbert Aron væri þarna með góðan banter og svo Krummi Kaldal því hann er kóngurinn.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ég þorði ekki að læra að hjóla þegar ég var yngri og finnst svo asnalegt að læra að hjóla þegar ég er orðinn 16 ára þannig kann ekki að hjóla.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: þegar Telmo kom til ÍBV fyrra kom hann mér mjög á óvart hvað hann var góður

Hverju laugstu síðast: laug einhverju að Almari vini mínum, var bara reyna vera fyndinn

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: 6 sinnum 30 sek sprettir, 30 sek hvíld er ógeðslega leiðinlegt en ég hef bara gott af því

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: vakna klukkan 8 og mæti í rafræna kennslustund í tölvunni og svo tek ég æfingar sem þjálfararnir leggja fyrir þegar ég er í gati í skólanum og svo eftir skóla æfi ég aftur eða fer í football manager eða Playstation

Bónus spurning: Hefuru keypt sjálfan þig í FM?: Hef einu einni keypt mig til Sunderland en var svo rekinn haha. Er ömurlegur þjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner