Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. apríl 2020 19:32
Brynjar Ingi Erluson
Ítölsk félög hefja æfingar þann 4. maí - Deildin hefst aftur í júní
Sería A mun að öllum líkindum byrja í byrjun júní
Sería A mun að öllum líkindum byrja í byrjun júní
Mynd: Getty Images
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá þeirri ákvörðun í dag að slaka á samkomubanni á Ítalíu og mega félög hefja æfingar þann 4. maí næstkomandi.

Þann 20. febrúar var greint frá fyrsta smiti af kórónaveirunni á Ítalíu en síðan þá hafa hátt í 27 þúsund manns dáið vegna veirunnar.

260 manns hafa dáið síðasta sólarhringinn á Ítalíu og hefur hún ekki verið svona lág frá því um miðjan mars.

Conte greindi því frá þeirri ákvörðun í dag að slaka á samkomubanninu en ítölsk félög mega hefja æfingar 4. maí. Leikmenn byrja á því að æfa einir og svo má æfa í hópum frá 18. maí en gert er ráð fyrir því að deildin hefjist þann 2. júní.

Fólk má ferðast á milli svæða á Ítalíu, þó aðeins í neyð, en áfram verður fólk að sýna þolinmæði og tillitsemi með því að vera að minnsta kosti tveimur metrum frá næstu manneskju.

Þá verða veitingastaðir opnaðir á ný en þó verður aðeins í boði að fá heimsendingu eða sækja matinn. EKki verður leyfilegt að borða á veitingastöðunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner