Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ítölsku læknateymin mótfallin æfingum í byrjun maí
Mynd: Getty Images
Ítölsk félög stefna að því að hefja æfingar 4. maí til að geta farið aftur af stað með Serie A um miðjan júní. Læknanefnd skipuð af ítalska knattspyrnusambandinu bjó til sérstakar siðareglur sem ber að fylgja til að minnka líkur á að knattspyrnumenn smitist af veirunni.

Siðareglurnar voru sendar á læknateymi allra félaga í efstu deild á Ítalíu og vou aðeins þrjú teymi sem höfðu engar athugasemdir. Hin sautján læknateymin í Serie A gerðu athugasemdir og sendu tuttugu blaðsíðna rökstuðning.

Læknateymi Lazio, Juventus og Genoa eru sátt með tillöguna en það eru önnur ekki. Flest læknateymin taka skýrt fram að það sé alls ekki gáfulegt að hefja æfingar svo snemma sem 4. maí, þó að leikmenn séu látnir halda góðu bili á milli sín.

Læknateymin tóku um leið skýrt fram að þau eru öll hlynnt því að reyna að ljúka tímabilinu sem fyrst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner