Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. apríl 2020 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kean getur búist við 100 þúsund punda sekt
Kean hefur aðeins skorað eitt mark í 26 leikjum frá komu sinni til Everton.
Kean hefur aðeins skorað eitt mark í 26 leikjum frá komu sinni til Everton.
Mynd: Getty Images
Moise Kean er í vandræðum eftir að upp komst um teiti sem hann hélt heima hjá sér þrátt fyrir strangar reglur um samkomubann.

Kean er tvítugur sóknarmaður sem hefur átt erfitt uppdráttar frá komu sinni til Everton í fyrra. Hann kostaði 30 milljónir evra og var búist við miklu af honum.

Stjórnendur Everton eru bálreiðir út í Kean fyrir að halda partí heima sér og greina fjölmiðlar í Liverpool frá því að félagið muni sekta hann um 100 þúsund pund, sem samsvara rúmlega 18 milljónum króna.

Everton gaf frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hegðun Kean var fordæmd. Sektin hans Kean mun að lokum renna til góðgerðarsamtaka í Liverpool.

Kean er ekki fyrsti úrvalsdeildarleikmaðurinn til að brjóta reglur í einangruninni. Leikmenn Arsenal og Tottenham hafa verið gagnrýndir fyrir að brjóta sömu reglur en þó ekki jafn mikið og Kyle Walker, sem fékk væna sekt fyrir að bjóða vændiskonum heim til sín.

Jack Grealish var einnig gagnrýndur harkalega fyrir að fara í partí heim til vinar sins í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner