Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 26. apríl 2020 11:38
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp hringdi í föður Mbappe
Powerade
Mynd: Getty Images
Di Maria átti erfitt uppdráttar á Old Trafford.
Di Maria átti erfitt uppdráttar á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ruben Dias þykir meðal efnilegustu miðvarða heims um þessar mundir.
Ruben Dias þykir meðal efnilegustu miðvarða heims um þessar mundir.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er mættur til leiks. Sumarið nálgast óðfluga og er hægt að búast við furðulegum tímum á leikmannamarkaðinum vegna kórónuveirunnar.


PSG er búið að bjóða í Paul Pogba, 27 ára miðjumann Man Utd og franska landsliðsins. Auk vænrar fúlgu fjárs myndi Angel Di Maria, 32, skipta yfir til Rauðu djöflanna í annað sinn á ferlinum. (Daily Mail)

Jürgen Klopp hringdi í föður Kylian Mbappe, 21, og ræddi framtíð stráksins. (Le10Sport)

PSG vill frekar geyma Mbappe á bekknum heldur en að selja hann til Real Madrid. (Sun)

Everton ætlar að bjóða 12 milljónir punda í miðjumanninn Teun Koopmeiners, 22 ára samherja Alberts Guðmundssonar hjá AZ Alkmaar. Everton er þá að reyna að losa sig við Moise Kean og er Inter talið áhugasamt. (Sun)

Pierre-Francois Aubameyang, faðir Pierre-Emerick, hvatti son sinn til að skrifa undir nýjan samning við Arsenal. (Mirror)

Tottenham er búið að bætast í kappið um króatíska miðjumanninn Ivan Rakitic, 32, sem virðist vera á förum frá Barcelona næsta sumar. (Mundo Deportivo)

Borussia Dortmund fylgist náið með Bukayo Saka, 18 ára vængbakverði Arsenal. (Mirror)

Dortmund býst ekki við að missa Jadon Sancho, 20, í sumar þrátt fyrir háværa orðróma sem segja hann á leið til Man Utd. (Teamtalk)

Florentino Perez dreymir um að festa kaup á Neymar, 28, samkvæmt fyrrum umboðsmanni hans Wagner Ribeiro. (Goal)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hringdi persónulega í Thomas Meunier bakvörð PSG og belgíska landsliðsins til að láta hann vita af áhuga frá sér. Meunier, 28, verður samningslaus í sumar eftir fjögur ár hjá PSG. (Express)

Barcelona og Manchester City hafa áhuga á Ruben Días, 22 ára varnarmanni Benfica og portúgalska landsliðsins. (Record)

James Maddison, 23, fullvissaði stuðningsmann Leicester um að hann ætlaði sér að vera áfram hjá félaginu í sumar þrátt fyrir orðróma sem segja hann á förum. (Goal)

Leicester er í baráttu við Juventus og Inter um að festa kaup á Victory Osimhen, 21 árs sóknarmanni Lille. (Daily Mail)

Aston Villa og Crystal Palace hafa áhuga á að ráða Sean Dyche við stjórnvölinn hjá sér. Dyche hefur stýrt Burnley frá 2012. (Sun)

Arsenal verður að ná Meistaradeildarsæti til að geta leyft sér að kaupa miðjumanninn öfluga Thomas Partey, 26, frá Atletico Madrid. (Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner