Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. apríl 2020 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mike Tyson vill kaupa nafnaréttinn á Nývangi
Mynd: Getty Images
Fyrrum hnefaleikakappinn Mike Tyson og viðskiptafélagi hans Alki David hafa áhuga á að kaupa nafnaréttinn á Camp Nou, heimavelli Barcelona.

Þeir vilja skýra völlinn eftir kannabisfyrirtæki sínu sem framleiðir svokallaðar CBD kannabisvörur sem eru eingöngu notaðar í lækningarskyni. Leikvangurinn yrði því þekktur sem Swissx Stadium.

„Þetta er eitthvað sem við viljum ganga frá. Fyrirtækið okkar er byggt á kannabis og Spánn er meðal fremstu landa Evrópu þegar það kemur að einstaklingsfrelsi og lögleiðingu," sagði David við BBC.

Camp Nou hefur ekki breytt um nafn frá því að völlurinn var reistur 1957.

David var spurður hvort hann teldi líklegt að Barca myndi samþykkja tilboð frá þeim félögunum. „Við verðum að bíða og sjá."
Athugasemdir
banner
banner
banner