Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: RÚV 
Norway Cup aflýst - Ekki víst að félagið lifi af
Mynd: Norway Cup
Norway Cup hefur verið haldið á hverju ári síðustu 44 ár fyrir börn og unglinga víðs vegar frá Evrópu. Mótið er talið það stærsta í heimi þar sem mest hafa 2200 lið verið skráð til leiks í heildina.

Mótið, sem er fyrir aldurshópana 10-19 ára, nýtur afar góðs orðstírs en ekki verður hægt að halda það í ár vegna kórónuveirunnar. Óttast er að knattspyrnufélagið Bækkelaget, sem heldur mótið, muni ekki lifa fjárhagslega skaða veirunnar af.

Ekki er ljóst hvenær norska úrvalsdeildin getur farið aftur af stað, en eins og staðan er í dag er stefnt á að hefja keppni 23. maí. Líklegt er þó að sú dagsetning verði færð til júní.

Gert er ráð fyrir að Bækkelaget tapi um 200 milljónum íslenskra króna við að hætta við mótið.
Athugasemdir
banner