Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. apríl 2020 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Verratti: Leikmenn PSG eru ekki hérna útaf peningunum
Marco Verratti í leik gegn Real Madrid
Marco Verratti í leik gegn Real Madrid
Mynd: Getty Images
Marco Verratti, leikmaður Paris Saint-Germain, segir að leikmenn félagsins séu ekki þar til að fá meiri pening í veskið.

Paris Saint-Germain er í eigu Qatar Sports Investment Group en félagið var keypt árið 2011. Síðan þá hefur verið dælt peningum inn í félagið og á leikmannamarkaðnum.

Brasilíski leikmaðurinn Neymar var keyptur frá Barcelona á metfé eða 222 milljónir evra en Verratti segir þó að leikmenn fari ekki til PSG til að þéna meira.

„Frá því ég kom til PSG þá hafa margir leikmenn reynt að fá mig til að tala við forseta félagsins því þeir vilja spila hér. PSG er eitt af sjö eða átta bestu liðum heims og það er ástæðan fyrir því að margir leikmenn vilja spila hér," sagði Verratti.

„Sumir segja að við spilum fyrir PSG útaf peningum en það er ekki rétt. Ef leikmaður vill græða meiri pening þá fer hann til Kína."

„Ef leikmaður ákveður að spila fyrir PSG þá er hann að velja verkefni sem snýst að því að vinna Meistaradeildina. Það er töluvert meiri þýðing að vinna þann titil fyrir PSG en að vinna það hjá öðru félagi,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner