Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. maí 2019 08:44
Ívan Guðjón Baldursson
Bandaríkin: Gunnhildur og Dagný unnu í toppbaráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn í liði Portland Thorns er liðið hafði betur gegn Sky Blue í efstu deild bandaríska kvennaboltans.

Margaret Purce gerði eina mark leiksins á 69. mínútu og fleytti sigurinn Portland upp í 3. sæti deildarinnar, með 11 stig eftir 6 umferðir.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék þá allan leikinn í liði Utah Royals sem unnu botnlið Orlando Pride 2-0 og endurheimtu toppsætið.

Amy Rodriguez skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og innsiglaði Makenzy Doniak sigurinn undir lokinn. Utah er með 13 stig á toppi deildarinnar.

Sky Blue 0 - 1 Portland Thorns
0-1 Margaret Purce ('69)

Utah Royals 2 - 0 Orlando Pride
1-0 Amy Rodriguez ('31, víti)
2-0 Makenzy Doniak ('89)
Athugasemdir
banner
banner