sun 26. maí 2019 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
De Ligt: Eina í stöðunni að bíða og sjá hvað gerist
Mynd: Getty Images
Fréttamaður ESPN náði tali af Matthijs De Ligt, eftirsóttum varnarmanni Ajax, í dag.

De Ligt segist ekkert vita um framtíðina sína. Það er ljóst að hann yfirgefur Ajax í sumar en hann hefur verið orðaður við öll stærstu lið Evrópu undanfarnar vikur.

„Úrvalsdeildin er stór og spænska deildin líka en það eru líka til aðrar stórar keppnir, það eru ekki bara þessar tvær," sagði De Ligt.

„Þessa stundina veit ég ekkert um framtíðina, eina í stöðunni er að bíða og sjá hvað gerist. Ég þarf fyrst að spila tvo leiki (með Hollandi) og svo sé ég til."

Barcelona var lengi talinn líklegasti áfangastaður De Ligt en félög á borð við Bayern München og Manchester United vilja einnig krækja í miðvörðinn öfluga.
Athugasemdir
banner
banner