sun 26. maí 2019 16:27
Ívan Guðjón Baldursson
Goðsagnir Man Utd völtuðu yfir Bayern
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Man Utd 5 - 0 FC Bayern
1-0 Ole Gunnar Solskjær ('5)
2-0 Dwight Yorke ('31)
3-0 Nicky Butt ('79)
4-0 Louis Saha ('85)
5-0 David Beckham ('90)

Goðsagnalið Manchester United mætti FC Bayern í góðgerðarleik til minningar úrslitaleiks liðanna í Meistaradeildinni fyrir 20 árum, þar sem Man Utd hafði betur eftir sögulega endurkomu undir stjórn Sir Alex Ferguson.

Leikurinn í dag var afar skemmtilegur og byrjaði Ferguson á því að skipta Ole Gunnar Solskjær inn fyrir Andy Cole á fyrstu mínútu leiksins. Eins og allir vita þá er Solskjær miklu betri þegar hann kemur inn af bekknum og auðvitað skoraði hann fyrsta mark leiksins á fimmtu mínútu.

Bæði lið komust nokkrum sinnum nálægt því að skora áður en Dwight Yorke tvöfaldaði forystu heimamanna á 31. mínútu. Bæjarar komust nokkrum sinnum nálægt því að minnka muninn fyrir leikhlé en Peter Schmeichel og Jaap Stam sögðu nei.

Rauðu djöflarnir voru augljóslega í betra líkamsástandi og gjörsamlega áttu seinni hálfleikinn. Þriðja markið kom þó ekki fyrr en á 79. mínútu þegar Nicky Butt skoraði eftir fyrirgjöf frá Louis Saha, sem skoraði svo sjálfur fjórða markið.

Leikurinn var þó ekki alveg búinn því David Beckham kórónaði góða frammistöðu goðsagnanna með glæsilegu marki, þar sem hann lék á varnarmann andstæðinganna og smurði knettinum í vinkilinn.

Lokatölur 5-0 og gengu allir af velli með bros á vör.

Man Utd: Schmeichel (c), Neville, Stam, Johnsen, Irwin, Beckham, Butt, Scholes, Blomqvist, Yorke, Cole.
Varamenn: Pilkington, van der Gouw, Berg, Brown, May, Silvestre, Greening, Poborsky, Saha, Sheringham, Solskjaer.

Bayern: Butt, Witeczek, Demichelis, Matthaus, Ottl, Roberto, Effenberg, Sergio, Olic, Makaay, Elber.
Varamenn: Henke, Dreher, Babbel, Kuffour, Tarnat, Fink, Jancker, Augenthaler, Pflugler, van Buyten, Nerlinger, Sternkopf, Schupp, Witeczek, Toni, Lakies
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner