Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. maí 2019 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Emil með glæsilegt mark - Inter og Atalanta í Meistaradeildina
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Getty Images
Atalanta fer í Meistaradeildina.
Atalanta fer í Meistaradeildina.
Mynd: Getty Images
Nainggolan skoraði sigurmark Inter.
Nainggolan skoraði sigurmark Inter.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Emil Hallfreðsson var á skotskónum þegar Udinese vann 2-1 útisigur á Cagliari í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Markið var glæsilegt. Hann skoraði með langskoti, en hvort hann hafi verið að reyna að skjóta eða ekki er ekki vitað. Markið má sjá hérna.

Það er gleðiefni að Emil sé að komast í gang fyrir landsleikina mikilvæga gegn Albaníu og Tyrklandi á heimavelli í næsta mánuði. Emil er nýbúinn að jafna sig af meiðslum.

Udinese endar í 12. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Það er fínt miðað við að liðið var í fallbaráttu lengi vel.

Inter og Atalanta í Meistaradeildina
Það voru tvö Meistaradeildarsæti í boði fyrir daginn í dag og voru fjögur lið að berjast um þau. Liðin fjögur voru Atalanta, Inter, AC Milan og Roma.

Svo fór að liðin Atalanta og Inter, sem voru í þriðja og fjórða sæti fyrir daginn í dag, unnu sína leiki og tóku Meistaradeildarsætin tvö. Inter vann Empoli 2-1 eftir sigurmark Radja Nainggolan og Atalanta vann 3-1 gegn Sassuolo eftir að hafa lent 1-0 undir. Sassuolo fékk tvö rauð spjöld í leiknum.

AC Milan vann 3-2 útisigur á Spal en það var ekki nóg og fer liðið í Evrópudeildina á næstu leiktíð. Spurning er hvort Gennaro Gattuso verði áfram með liðið.

Empoli fellur úr deildinni ásamt Frosinone og Chievo.

Juventus tapaði 2-0 gegn Sampdoria í lokaumferðinni. Þetta var síðasti leikur Massimiliano Allegri með Juventus, sem var nú þegar búið að tryggja sér Ítalíumeistaratitlinn enn eitt árið.

Hér að neðan eru öll úrslit dagsins og má einnig sjá stöðutöfluna neðst. Það gæti tekið hana einhvern tíma að uppfæra sig.

Inter 2 - 1 Empoli
1-0 Balde Keita ('51 )
1-0 Mauro Icardi ('61 , Misnotað víti)
1-1 Hamed Traore ('76 )
2-1 Radja Nainggolan ('81 )

Fiorentina 0 - 0 Genoa

Sampdoria 2 - 0 Juventus
1-0 Gregoire Defrel ('84 )
2-0 Gianluca Caprari ('90 )

Torino 3 - 1 Lazio
1-0 Iago Falque ('51 )
2-0 Sasa Lukic ('53 )
2-1 Ciro Immobile ('66 )
3-1 Lorenzo De Silvestri ('80 )

Spal 2 - 3 Milan
0-1 Hakan Calhanoglu ('18 )
0-2 Franck Kessie ('23 )
1-2 Francesco Vicari ('28 )
2-2 Mohamed Fares ('53 )
2-3 Franck Kessie ('66 , víti)

Roma 2 - 1 Parma
1-0 Lorenzo Pellegrini ('35 )
1-1 Gervinho ('86 )
2-1 Diego Perotti ('89 )

Atalanta 3 - 1 Sassuolo
0-1 Domenico Berardi ('19 )
1-1 Duvan Zapata ('35 )
2-1 Alejandro Gomez ('53 )
3-1 Mario Pasalic ('65 )
Rautt spjald: Domenico Berardi, Sassuolo ('45), Francesco Magnanelli, Sassuolo ('83)

Cagliari 1 - 2 Udinese
1-0 Leonardo Pavoletti ('17 )
1-1 Emil Hallfredsson ('59 )
1-2 Sebastien De Maio ('69 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
7 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
8 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
14 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner