Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. maí 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus að undirbúa tilboð í Pogba
Powerade
Pogba gæti skipt aftur yfir til Juventus.
Pogba gæti skipt aftur yfir til Juventus.
Mynd: Getty Images
Man City vill halda Leroy Sane.
Man City vill halda Leroy Sane.
Mynd: Getty Images
Mörg félög hafa áhuga á Danny Welbeck.
Mörg félög hafa áhuga á Danny Welbeck.
Mynd: Getty Images
Real Madrid búið að bjóða í Kalidou Koulibaly.
Real Madrid búið að bjóða í Kalidou Koulibaly.
Mynd: Getty Images
Memphis gæti verið á förum.
Memphis gæti verið á förum.
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í slúðurpakka dagsins. BBC tók slúðrið saman.


Maurizio Sarri er búinn að samþykkja starfstilboð frá Juventus eftir að Josep Guardiola hafnaði Ítalíumeisturunum. (Mirror)

Juventus er reiðubúið til að bjóða Paulo Dybala, 25, og Alex Sandro, 28, í skiptum fyrir Paul Pogba, 26. (Express)

Man Utd er 'mjög nálægt' því að krækja í Matthijs de Ligt, 19, frá Ajax. (RAC1)

Man City ætlar að bjóða Leroy Sane, 23, 150 þúsund pund í vikulaun til að halda honum frá Bayern. Þá vill City minnst 100 milljónir punda til að selja leikmanninn. (Mirror)

Chelsea vill 130 milljónir punda fyrir Eden Hazard, 28. Real Madrid er tilbúið til að borga 88 milljónir. Samningur Hazard rennur út eftir eitt ár. (Sky Sports)

David Silva, 33, er að íhuga samningstilboð frá félagi í Katar og gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Man City. (Sun)

West Ham er búið að bjóða 18 milljónir punda í Andre Gomes, 25 ára miðjumann Barcelona sem gerði góða hluti að láni hjá Everton á tímabilinu. (Times)

Arsene Wenger hefur fengið tilboð um að taka við Vissel Kobe í Japan. Sergi Samper, David Villa, Lukas Podolski og Wellington eru hjá félaginu. (Goal)

Lazio ætlar að bjóða Danny Welbeck, 28, samning. Everton, Newcastle og West Ham hafa einnig áhuga. (Sun)

Man Utd þarf að punga út 105 milljónum punda til að krækja í Joao Felix, 19, frá Benfica. (Express)

Man Utd er að reyna að fá Sean Longstaff, 21, frá Newcastle. Félagaskiptin velta á því hvort Rafael Benitez verði áfram við stjórnvölinn eða ekki. (Newcastle Chronicle)

Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri AC Milan, hefur sett sig í samband við Massimiliano Allegri og ætlar að bjóða honum að taka við eftir að hann hættir hjá Juve. (Tuttomercatoweb)

Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, ætlar að leyfa Nabil Fekir, 25, að yfirgefa félagið í sumar. (L'Equipe)

Liverpool ætlar að stela Joao Pedro, 17 ára framherja Fluminense, af Watford þó að leikmaðurinn sé þegar búinn að samþykkja samningstilboð. (Globoesporte)

Kalidou Koulibaly, 27, gæti gengið í raðir Real Madrid eftir að spænska stórveldið bauð 79 milljónir punda í hann. (Corriere dello Sport)

Victor Moses, 28, ætlar að binda enda á lán sitt við Fenerbahce. Hann hefur áhuga á að ganga í raðir Inter þegar Antonio Conte verður ráðinn til félagsins. (Football London)

Edin Dzeko, 33, er búinn að samþykkja tilboð frá Inter og mun spila þar á næsta ári. (Sky Italia)

Blackburn ætlar að bjóða Bassala Sambou, 21 árs sóknarmanni Everton, samning í sumar. (Lancashire Evening Telegraph)

Henry Onyekuru, 21 árs framherji Everton, er á láni hjá Galatasaray og vill ganga endanlega í raðir félagsins. (Fanatik)

Eddie Howe og Harry Arter, 29, munu funda um framtíð miðjumannsins í vikunni. Arter á ekki framtíð hjá Bournemouth og var lánaður til Cardiff í fyrra. Fulham hefur áhuga á honum. (Bournemouth Echo)

Aston Villa er að vinna Rangers og Celtic í kapphlaupinu um Joe Aribo, 22 ára miðjumann Charlton. (Birmingham Mail)

Memphis Depay, 25, gæti verið á förum frá Lyon eftir að hann birti myndband á Instagram. Þar er hann að ganga um borð í rauða einkaþotu með textanum 'Takk Lyon'. (Daily Mail)

Harry Kane, 25, gæti verið klár í að spila næstum allan úrslitaleikinn gegn Liverpool næsta laugardag. (Times)

Sir Alex Ferguson er ósáttur með að félagið leiti ekki lengur til hans fyrir ráðleggingar. Þá vildi hann frekar sjá Mauricio Pochettino taka við félaginu heldur en Ole Gunnar Solskjær. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner