Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. maí 2019 11:43
Ívan Guðjón Baldursson
Milner: Messi kallaði mig asna
Mynd: Getty Images
James Milner gaf ítarlegt viðtal við Daily Mail í gær en hann er staddur á Spáni þar sem Liverpool undirbýr sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Tottenham.

Milner talaði um undanúrslitaleikina gegn Barcelona þar sem Liverpool átti sögulega endurkomu og vann 4-0 á heimavelli eftir 3-0 tap úti.

Þar mætti hann Lionel Messi, sem er besti leikmaður knattspyrnusögunnar að mati Milner, og lenti þeim saman í fyrri leiknum. Milner hljóp þá á Messi sem flaug út af vellinum. Sá argentínski stóð strax upp og veifaði ímynduðu gulu spjaldi um í reiði sinni.

„Hann var ekki ánægður. Hann hraunaði yfir mig á spænsku þegar við gengum til búningsklefa í hálfleik og kallaði mig ítrekað 'burro'. Það þýðist sem asni en ég held að Spánverjar noti þetta til að tala um leikmenn sem hlaupa um völlinn og sparka í fólk," sagði Milner með glott á vör.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Milner heimsótti Messi á Nývang. Myndbrot af því þegar Messi klobbar Milner í Mancheste City treyju 2015 er frægt í netheimum.

„Ég spurði hvort það væri í lagi með hann en hann svaraði mér ekki. Ég held hann hafi ekki fattað að ég skil spænsku. Í lokin sagði hann við mig að ég hefði brotið á honum til að hefna mín fyrir klobbann um árið."

Milner erfir ekki þessi ummæli og segir að þau hafi hjálpað honum að gíra sig upp fyrir seinni leikinn.

„Ég dái Messi, hann er það góður að hann má eiginlega segja það sem hann vill. Þegar maður mætir honum þá má maður ekki vera smeykur um að vera hafður að fífli. Ég hef lent í því, það hafa milljónir séð myndband af honum klobba mig. Hann er ótrúlegur leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner