Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. maí 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu Solskjær skora og Jaap Stam gefa ekkert eftir
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Getty Images
Goðsagnalið Manchester United mætti FC Bayern í góðgerðarleik í dag til minningar úrslitaleiks liðanna í Meistaradeildinni fyrir 20 árum, þar sem Man Utd hafði betur eftir sögulega endurkomu undir stjórn Sir Alex Ferguson. Skotinn var líka á hliðarlínunni í dag.

Leikurinn var mikil skemmtun og endaði hann með 5-0 sigri Manchester United.

Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóri Manchester United, skoraði fyrsta mark leiksins. Það má sjá hérna. Vel við hæfi þar sem Solskjær skoraði sigurmarkið fyrir 20 árum.

Dwight Yorke, Nicky Butt, Louis Saha og David Beckham voru einnig á skotskónum.

Hollendingurinn Jaap Stam lék í vörninni hjá United í leiknum og vakti mikla athygli. Stam, sem er í dag stjóri PEC Zwolle í Hollandi, gaf ekkert eftir þó um góðgerðarleik væri að ræða. Hér að neðan má sjá tvö skemmtileg myndbrot úr leiknum.





Athugasemdir
banner
banner