Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. maí 2019 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Van Persie: Þykir leitt ef ég særði fólk
Mynd: Getty Images
Robin van Persie opnaði sig um félagaskiptin frá Arsenal til Manchester United sumarið 2012.

Stuðningsmenn Arsenal voru ekki sáttir með þessa ákvörðun Hollendingsins og neita margir að tala um hann sem goðsögn hjá félaginu þrátt fyrir að hann hafi skorað 132 mörk á 8 árum.

„Ég skil að stuðningsmenn hafi verið reiðir út í mig. Ég var fyrirliðinn, ég var markahæstur og við náðum 3. sæti það tímabilið. Stundum þarf maður bara nýja áskorun, nýtt ævintýri," sagði Van Persie við BBC.

„Mér þykir það leitt ef ég særði fólk en þetta var mín ákvörðun að taka og ég stend við hana. Það þýðir samt ekki að ég hafi neikvæðar tilfinningar gagnvart Arsenal.

„Á ákveðnum stundum þá þarf maður að taka erfiðar ákvarðanir og þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég veit að maður getur ekki gert öllum til geðs, það sem skiptir máli er að taka ákvarðanir sem maður er sjálfur sáttur með."

Athugasemdir
banner
banner