þri 26. maí 2020 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Man City vill fá Bailey í stað Sane
Leon Bailey í leik með Leverkusen
Leon Bailey í leik með Leverkusen
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City vill fá Leon Bailey frá Bayer Leverkusen en þetta kemur fram í Daily Mail í dag.

Þýska félagið Bayern München er í viðræðum við Man City um Leroy Sane og vill því Pep Guardiola, stjóri City, fylla upp í stöðuna með að fá snöggan vængmann.

Samkvæmt Daily Mail er Leon Bailey efstur á lista en hann hefur staðið sig vel með Leverkusen frá því hann kom frá Genk árið 2017.

Hann hefur gert 24 mörk og lagt upp 13 í 107 leikjum með Leverkusen en hann er eftirsóttur af stærstu félögum Evrópu um þessar mundir.

Talið er að Leverkusen vilji fá 40 milljónir punda fyrir Bailey sem er aðeins 22 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner