Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. júní 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Rostov við Don
Annar miðvörður Króata á einn landsleik - Hinn hundrað leiki
Icelandair
Vedran Corluka í leik gegn Íslandi árið 2013.
Vedran Corluka í leik gegn Íslandi árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Króatar gera níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld. Óhætt er að segja að himinn og haf sé á milli miðvarða Króata þegar kemur að reynslu með landsliðinu.

Duje Ćaleta-Car, 21 árs miðvörður Red Bull Salzburg í Austurríki, spilar sinn fyrsta leik í byrjunarliði Króatíu í kvöld.

Eini landsleikur hans hingað til kom gegn Brasilíu í vináttuleik á Anfield fyrr í mánuðinum en þá spilaði hann 38 mínútur.

Duje fær reynslumikinn mann við hliðina á sér því Vedran Corluka, varnarmaður Lokomotiv Moskvu, er hinn miðvörður Króata í kvöld. Corluka spilaði sinn hundraðasta landsleik gegn Argentínu.

Hinn 32 ára gamli Corluka lék á árum áður með Manchester City og Tottenham en hann er í dag á eftir Dejan Lovren og Domagoj Vida í röðinni hjá Króatíu.

Þeir Lovren og Vida fá frí í dag og það kemur í hlut Duje og Corluka að kljást við sóknarmenn Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner