þri 26. júní 2018 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Aron Einar: Snýst alfarið um okkur
Icelandair
Aron Einar í leiknum gegn Nígeríu.
Aron Einar í leiknum gegn Nígeríu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gefur íslenska liðinu trú á verkefnið gegn Króatíu að hafa unnið þá í síðustu viðureign liðanna í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Þetta sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði landsliðsins á fréttamannafundi á Rostov leikvanginum í Rostov við Don.

„Við þurfum að gera okkar besta og þetta snýst alfarið um okkur. Króatarnir hafa sýnt jafna og góða leiki og við verðum að berjast fyrir okkar og ef við vinnum okkar vinnu þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af öðru," sagði Aron Einar.

Ísland mætir Króatíu í dag klukkan 18:00 í lokaleik sínum í D-riðli Heimsmeistaramótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner