Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. júní 2018 16:50
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Króatíu: Níu breytingar - Modric byrjar
Icelandair
Modric byrjar.
Modric byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milan Badelj leikmaður Fiorentina kemur inn á miðjuna.
Milan Badelj leikmaður Fiorentina kemur inn á miðjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króatíu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Íslandi klukkan 18:00 í Rostov við Don.

Dalic hefur ákveðið að hvíla nánast alla byrjunarliðsmenn sína en hann gerir níu breytingar frá því í 3-0 sigrinum á Argentínu.

Luka Modric og Ivan Perisic eru einu leikmennirnir sem eru áfram í byrjunarliðinu.

Modric spilar aftar á miðjunni en hingað til á mótinu. Modric hefur spilað sem fremsti miðjumaður hingað til en líklegt er að Mateo Kovacic verði í þeirri stöðu.

Á meðal þeirra sem koma inn í liðið er Duje Ćaleta-Car, 21 árs miðvörður hjá Salzburg. Duje er að spila sinn annan landsleik í kvöld og fyrsta byrjunarliðsleik sinn. Duje spilaði 38 mínútur í vináttuleik gegn Brasilíu á Anfield fyrr í mánuðinum.

Við hlið hans í hjarta varnarinnar er hinn 32 ára gamli Vedran Corluka en hann spilaði sinn hundraðasta landsleik gegn Argentínu.
Athugasemdir
banner
banner