þri 26. júní 2018 19:55
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Emil maður leiksins
Icelandair
Emil Hallfreðsson í leiknum í kvöld.
Emil Hallfreðsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason í baráttunni.
Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 2-1 fyrir Króatíu í lokaleik sínum á HM í Rostov í kvöld. Íslenska liðið fékk fjölmörg góð færi í leiknum en Ivan perisic skoraði sigurmarkið í lokin þegar Ísland hafði fjölgað í sókninni.

Hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net frá Rostov við Don.



Hannes Þór Halldórsson 6
Hefði mögulega getað gert betur í síðara marki Króata. Annars mjög öruggur.

Birkir Már Sævarsson 6
Var í basli í fyrra marki Íslands. Átti ógnandi spretti í fyrri hálfleik.

Ragnar Sigurðsson 7 ('70)
Öflugur á heimavelli í Rostov. Var tekinn af velli þegar fjölgað var í sókninni síðustu 20 mínúturnar.

Sverrir Ingi Ingason 8
Ógnaði mikið í föstum leikatriðum. Var mjög nálægt því að skora. Hljóp næstmest í íslenska liðinu og barðist gríðarlega vel.

Hörður Björgvin Magnússon 7
Átti ágætis leik. Ógnaði í föstum leikatriðum sóknarlega.

Jóhann Berg Guðmundsson 7
Átti mjög góða spretti í leiknum og var ógnandi.

Emil Hallfreðsson 9
Var gjörsamlega frábær. Sérstaklega fyrsta klukkutímann.

Aron Einar Gunnarsson 8
Var á fullu allan tímann. Ógnaði meira sóknarlega en oft áður og var nálægt því að skora í fyrri hálfleik.

Birkir Bjarnason 6 ('90)
Nefbrotnaði snemma leiks og það virtist trufla hann. Kom sér í tvö góð færi en náði ekki að skora.

Gylfi Þór Sigurðsson 7
Fékk víti og sýndi stáltaugar með því að skora úr því. Hefur þó oft verið meira í boltanum en í dag.

Alfreð Finnbogason 8 ('83)
Gríðarlega vinnusamur. Komst sjálfur í gott færi í fyrri hálfleik en skaut hárfínt framhjá. Var að komast í góðar stöður en stundum vantaði upp á lokasendinguna.

Varamenn:

Björn Bergmann Sigurðarson 7 ('70)
Kom af krafti inn á í leik á heimavelli sínum í Rostov.

Albert Guðmundsson ('83)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Arnór Ingvi Traustason ('90)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner