Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. júní 2018 23:30
Arnar Daði Arnarsson
Emil: Þetta er ekki síðasta stórmótið mitt
Icelandair
Emil eftir síðasta leik Íslands á HM
Emil eftir síðasta leik Íslands á HM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson þvertekur fyrir það að þetta hafi verið hans síðasta stórmót en Emil verður 34 ára á næstu dögum.

Emil var maður leiksins í 2-1 tapi Íslands gegn Króatíu í síðasta leik Íslands á HM í Rússlandi.

„Ég er ennþá í hörkustandi. Ég er ekkert að pæla í því. Er ekki EM eftir tvö ár? Þetta er eins og handboltinn, næst er það Þjóðardeildin síðan er Evrópukeppnin. Þetta er ekki síðasta stórmótið mitt. Ég er allavegana ekki byrjaður að pæla í því, mér líður það vel í dag. Ég er allavegana ekki kominn á þann stað að hugsa um þetta,” sagði Emil en á þessum tíma viðtalsins afsakaði undirritaður Emil fyrir að spyrja hann að þessu.

„Þetta er eðlileg spurning, ég er ekkert svekktur yfir henni. Ég er er að verða 34 ára eftir nokkra daga. Ég ætla spila þangað til skrokkurinn leyfir og mér finnst þetta gaman og ég get hjálpað,” sagði miðjumaðurinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner