Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. júní 2018 22:46
Arnar Daði Arnarsson
Emil: Þetta var leiðinlegt en eins og ég segi "Sorry"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson var maður leiksins í 2-1 tapi Íslands gegn Króatíu í lokaleik landsliðsins á HM í Rússlandi. Ísland er úr leik eftir riðlakeppnina með eitt stig.

„Maður er auðvitað smá svekktur. Það vantaði einhvern vegin herslumuninn. Við vorum ótrúlega nálægt því að komast upp úr þessum erfiða riðli. Það er algjör synd að þetta hafi ekki nást,” sagði Emil og hélt áfram.

„Við fengum helling af færum í fyrri hálfleik og mér fannst föstu leikatriðin okkar ganga betur í dag miðað við fyrstu tveimur. Við spiluðum vel. Þetta er hundfúlt.”

Emil var spurður út í króatíska liðið.

„Við vissum að þeir myndu hvíla en það var ekkert endilega betra fyrir okkur. Þeir komu inn með ferskar lappir og Modric ennþá inni sem er world class. Ég vil meina að við höfum skapað helling í dag en ég held að við getum borið höfuðið hátt eftir þessa keppni.”

Ísland var ennþá í séns á því að komast áfram fram á loka mínútunum en Ísland þurfti að vinna leikinn, þar sem Argentína vann Nigeríu 2-1 á sama tíma.

„Það gerir þetta enn meira svekkjandi. Við reyndum hvað við gátum þarna í lokin og fækkuðum í vörninni og bættum inn sóknarmanni. Kannski vorum við orðnir þreyttir í endann sem er kannski eðlilegt, það fór mikil orka í þennan leik.”

Emil gerði mistök í sigurmarki Króatíu þar sem hann missti boltann rétt fyrir utan teiginn og Perisic skoraði í kjölfarið.

„Ég get viðurkennt það, mér leið ekki vel þegar það gerðist. Ég áttaði mig ekki á því hversu mikinn tíma ég hafði, mér fannst ég vera með hann. Ég held ég hafi ekki misst boltann fyrir utan þetta, allan leikinn. Auðvitað var þetta svekkjandi að missa hann, en við getum hrósað Perisic fyrir ágætis slútt þarna með vinstri upp í skeytin. Þetta var leiðinlegt en eins og ég segi, sorry. Mér finnst þetta mjög pirrandi. Ég er að hugsa mikið um þetta, því miður en svona er fótboltinn. Ef þú tekur aldrei neina sénsa í fótboltanum þá kemstu ekkert áfram og minn stíll er svona. Ég vill spila boltanum og þá geta komið upp aðstæður að maður missi boltann.”

Næst var Emil spurður út í mótið í heildina hjá liðinu.

„Þetta er frábær lífsreynsla. Það er gaman að taka þátt í þessu. Samt sem áður er maður núna pínu svekktur. Eftir þetta mót mun maður vonandi geta litið til baka og hugsað hversu skemmtilegt þetta var.”
Athugasemdir
banner
banner
banner