Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. júní 2018 20:42
Magnús Már Einarsson
Fylgdust með öllu á bekknum - Hentu öllum fram í lokin
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að fylgst hafi verið vel með gangi mála í leik Argentínu og Nígeríu á meðan leikur Íslands og Króatíu var í gangi í kvöld. Argentína skoraði sigurmark undir lokin og á þeim tímapunkti var staðan 1-1 hjá Íslandi og Króatíu. Sigurmark hjá Íslandi þá hefði komið liðinu í 16-liða úrslit.

„Við vissum stöðuna og fengum að vita hana frá mönnum í stúkunni. Þeir gátu sent skilaboð á bekkinn. Við vissum stöðuna allan tímann," sagði Heimir í kvöld.

„Í fyrri hálfleik þurftum við bara eitt mark og við vissum að við gætum ekki farið all in í fyrri hálfleik. Við þurftum að vera þolinmóðir. Mér fannst markið vera á leiðinni allan leikinn og þá þurftum við ekki að breyta neinu. Við fengum mark á okkur í byrjun síðari hálfleiks og það var sjokk en við héldum áfram. Ég er stoltur af strákunum."

Þegar tuttugu mínútur voru eftir fækkaði Heimir í vörninni þegar hann setti framherjann Björn Bergmann Sigurðarson inn á fyrir varnarmanninn Ragnar Sigurðsson.

„Við hentum öllu fram sem við gátum. Við tókum varnarmenn út af og settum framherja inn á. Við setjum ferska menn inn á sem geta búið til mörk. Ókosturinn er að þá skilur þú eftir pláss og Króatar hafa mikil gæði. Við þurftum að taka áhættu. Við vorum að detta út eins og staðan var. Svona er fótboltinn. Þó að þetta sé fallegur leikur þá er þetta stundum erfitt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner