þri 26. júní 2018 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi jafnaði úr vítaspyrnu - Skoraði af miklu öryggi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru hlutir að gerast í Rostov. Ísland var að jafna metin úr vítaspyrnu!

Staðan er 1-1 þegar stundarfjórðungur er eftir. Ísland þarf að skora aftur til að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Gylfi klúðraði vítaspyrnu gegn Nígeríu í síðasta leik en hann skoraði núna, af miklu öryggi.

Dejan Lovren fékk spyrnuna dæmda á sig.

„ÞVÍLÍKT ÖRYGGI HJÁ GYLFA!!! SPENNAN EYKST. Sá smurði knöttinn upp hægra megin," sagði sagði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Staðan er enn 1-1 hjá Argentínu og Nígeríu. Ef sá leikur endar þannig þarf Ísland að skora tvö mörk til viðbótar til að fara áfram.

Koma svo strákar!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner