Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 26. júní 2018 23:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes fann fyrir „tómleikatilfinningu" - „Mjög sorgmæddur"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson fann fyrir „tómleikatilfinningu" eftir að lokaflautið gall í leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi í kvöld. Ísland er úr leik í mótinu.

„Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, þetta var mjög skrítið. Ég var sannfærður um að þetta myndi falla okkar megin í dag. Við gáfum svo innilega allt sem við áttum. Ég var mjög sorgmæddur eftir lokaflautið, þegar maður áttaði sig á því að við værum dottnir út. Þetta var mjög erfitt," sagði Hannes.

Ivan Perisic skoraði annað mark Króatíu á lokamínútunum þegar flestir íslensku leikmannanna voru komnir fram. „Þá vissi maður að þetta var búið," segir Hannes. „Maður hafði einhverjar fimm mínútur til að átta sig á því að við værum ekki að fara áfram."

„Þetta er stærsta sviðið, við vorum millimetra frá því að komast áfram og þessi mörk munu sitja eftir sem þau mest svekkjandi sem ég hef fengið á mig."

„Þetta var stórkostleg upplifun og ég sagði það eftir Evrópumótið að við gætum allir sem tókum þátt á því labbað stoltir frá fótboltaferlinum sama hvað myndi gerast. Við getum labbað enn stoltari frá honum eftir þetta hér."

„Það er afrek að komast hingað, stórt afrek. Við vorum einu marki frá því að komast áfram. Þegar svekkelsið minnkar þá á maður eftir að horfa til baka skælbrosandi," sagði Hannes.
Athugasemdir
banner
banner
banner