Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. júní 2018 20:40
Arnar Daði Arnarsson
Heimir: Hjálpar að spila á velli sem þeir eru vanir að leika á
Icelandair
Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson þjálfari íslenska landsliðsins var spurður að því á fréttamannafundi eftir 2-1 tap Íslands gegn Króatíu á Rostov leikvanginum í kvöld hvort það hafi haft áhrif á liðsvalið til að mynda með að byrja með Sverri Inga Ingason í miðverðinum með Ragnari Sigurðssyni að þeir spila báðir með Rostov.

„Auðvitað hjálpar það þeim að þeir eru að spila á velli sem þeir eru vanir að leika á," sagði Heimir.

„Við höfum oft sagt það að við erum með marga góða miðverði. Sverrir Ingi er að spila mjög vel með Rostov hliðin á Ragnari Sigurðssyni. Það var hluti af því að við vildum að þeir spiluðu saman í dag."

Sverrir Ingi var í byrjunarliðinu í kvöld í fyrsta sinn á stórmóti og átti góðan leik. Hann fékk 8 í einkunn frá Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner