Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. júní 2018 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
HM: Ísland gæti mætt Frökkum - Danir áfram
Mynd: Getty Images
Síðustu leikjum C-riðils var að ljúka rétt í þessu og er ljóst að Danir mæta Króötum í 16-liða úrslitum.

Danir gerðu markalaust jafntefli við Frakka og tryggðu sér þannig annað sæti riðilsins, en Frakkar enda á toppinum með sjö stig.

Leikurinn var afar leiðinlegur þar sem Frakkar voru þó betri aðilinn og fengu fleiri færi.

Ástralía þurfti þá sigur gegn Perú til að eiga möguleika á öðru sætinu, en Suður-Ameríkubúarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu 2-0.

Þetta var fyrsti sigur Perú á Heimsmeistaramóti síðan 1978.

Þessi úrslit eru ekki bestu tíðindin fyrir íslenska landsliðið, sem þarf sigur gegn Króatíu til að komast upp úr riðli. Ísland mætir því Frakklandi komist liðið í 16-liða úrslit, en flestir muna eftir 5-2 sigri Frakka gegn Íslendingum á Evrópumótinu 2016.

Danmörk 0 - 0 Frakkland

Ástralía 0 - 2 Perú

0-1 Andre Carrillo ('18)
0-2 Paolo Guerrero ('50)
Athugasemdir
banner
banner
banner