þri 26. júní 2018 22:26
Egill Sigfússon
Hörður Björgvin: Við erum bara rétt að byrja!
Icelandair
Hörður Björgvin í leiknum í kvöld
Hörður Björgvin í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara ánægður, við förum stoltir frá þessu verkefni, auðvitað erfiður riðill sem við lentum í en við áttum margt í þessar stóru þjóðir. Við erum bara rétt að byrja, það er bara þannig!" sagði Hörður Björgvin eftir að Íslenska karlalandsliðið lauk þáttöku sinni á sínu fyrsta Heimsmeistaramóti í knattspyrnu.

Hörður er virkilega stoltur af liðinu og segir að nú stefni liðið bara á sitt þriðja stórmót í röð, Evrópumótið 2020.

„Við gátum skorað helling í þessum leik, spiluðum rosa vel í fyrri hálfleiknum, við fengum okkar tækifæri og áttum að nýta þau og vorum nálægt því í lokin að klára þetta. Ég geng rosa stoltur frá borði og er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri sem ég nýtti vel og að spila með þessum leikmönnum fyrir þessa þjóð er heiður, ég gæti ekki verið ánægðari. Ég er ennþá tiltölulega ungur og næsta stórmót er EM sem við stefnum að sjálfsögðu á."

Hörður var brattur og sagðist spenntur fyrir Þjóðardeildinni þar sem Ísland er í hörku riðli og Hörður sagði að Ísland væri á þeim stað í dag að þeir vilji spila við bestu liðin.

„Við erum strax aftur komnir í stóran pakka að fara spila á móti stórum þjóðum og það er nákvæmlega það sem Ísland vill gera núna, spila á móti þessum stærstu og bestu. Við erum í Champions League landsliða og auðvitað viljum við fara langt þar og komast á EM og gera ennþá betur en við gerðum fyrir tveimur árum síðan."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner