Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júní 2018 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland úr leik eftir hetjulega baráttu - Argentína áfram
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 2 Króatía
0-1 Milan Badelj ('53 )
1-1 Gylfi Þór Sigurðsson ('76 , víti)
1-2 Ivan Perisic ('90 )

Draumurinn um að komast í 16-liða úrslit Heimsmeistaramótsins er úti. Ísland tapaði fyrir Króatíu 2-1 í Rostov eftir hetjulega baráttu. Strákarnir fengu fullt af færum í leiknum en því miður féll þetta bara ekki með okkur í dag.

Argentína áfram - Ísland og Nígería úr leik
Ísland spilaði frábærlega í leiknum við Króatíu og átti marga flotta spretti, sérstaklega í lok seinni hálfleiks. Inn vildi boltinn hins vegar ekki. Staðan var markalaus í hálfleik og tilfinningin var góð í leikhléinu, tilfinningin var þannig að Íslandi væri að fara að vinna leikinn. Í upphafi seinni hálfleiks kom hins vegar fyrsta mark leiksins og það var króatískt, Milan Badelj með það.

Á 76. mínútu fékk Ísland vítaspyrnu. Gylfi klúðraði gegn Nígeríu í síaðsta leik en hann klúðraði ekki í þetta skiptið, var öruggið uppmálað. Staðan 1-1.

Staðan var 1-1 í leik Íslands og Króatíu og allt í einu í hinum leik riðilsins var staðan orðin 2-1 fyrir Argentínu gegn Nígeríu. Ísland þurfti bara eitt mark til þess að komast áfram. Ísland barðist fyrir markinu en þegar flestir leikmenn íslenska liðsins voru komnir í sókn refsaði Króatía, Ivan Perisic, og kom Króatíu yfir eftir að Emil Hallfreðsson missti boltann. Emil var besti maður Íslands í leiknum.

Eigum að vera stolt
Ísland er úr leik á HM, en það er ekki eitthvað sem fólk á að vera fúlt yfir. Þetta er magnaður árangur. Hakan upp! Króatía mætir Danmörku í 16-liða úrslitum og Argentína, sem komst áfram á dramatískan hátt með sigurmarki Marcos Rojo, mætir Frakklandi.

Nigeria 1 - 2 Argentina
0-1 Lionel Andres Messi ('14 )
1-1 Victor Moses ('51 , víti)
1-2 Marcos Rojo ('86 )


Athugasemdir
banner
banner