Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. júní 2018 11:14
Magnús Már Einarsson
Obi Mikel handarbrotnaði gegn Íslandi - Spilar í dag
Icelandair
Obi Mikel í leiknum við Ísland.
Obi Mikel í leiknum við Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
John Obi Mikel, fyrirliði Nígeríu, handarbrotnaði undir lok leiks gegn Íslandi á föstudaginn.

Obi Mikel fór af velli í stutta stund undir lok leiks vegna meiðslanna. Hann kom síðan aftur inn á og kláraði leikinn þar sem Nígeríumenn voru búnir með skiptingar sínar.

Mikel stefnir á að spila með Nígeríu í leiknum mikilvæga gegn Argentínu í kvöld.

Hann mun spila með sérstaka spelku á hendinni en til þess þarf hann að fá leyfi hjá dómara leiksins.

Nígeríumenn eru með pálmann í höndunum í baráttunni um að fara áfram en með sigri á Argentínu í kvöld tryggja þeir sér sæti í 16-liða úrslitum.

Ísland getur hins vegar komist upp fyrir Nígeríu ef síðarnefnda liðið gerir jafntefli eða tapar í kvöld. Markatala ræður úrslitum ef Nígería gerir jafntefli og Ísland vinnur.

Sjá einnig:
Mikel ósáttur að Króatía ætli að hvíla menn gegn Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner