þri 26. júní 2018 11:45
Ívan Guðjón Baldursson
Sampaoli: HM byrjar í dag
Mynd: Getty Images
Lífið er ekki dans á rósum fyrir Jorge Sampaoli og argentínska landsliðið þessa stundina eftir jafntefli gegn Íslandi og tap gegn Króatíu í fyrstu umferðum Heimsmeistaramótsins.

Mikið hefur verið rætt um slæmt ástand innan herbúða Argentínu þar sem ósætti virðist ríkja milli leikmanna og þjálfarans. Síðasti leikur í riðlakeppninni er gegn Nígeríu síðar í dag og þurfa Argentínumenn sigur til að komast áfram.

„Síðasta vika var sérstök og núna þurfum við sigur. Fyrir okkur er þetta fyrsti úrslitaleikurinn af fimm sem við þurfum til að vinna mótið," sagði Sampaoli.

„Fyrir okkur byrjar HM í dag. Fólk mun sjá bestu útgáfuna af argentínska landsliðinu, ég er viss um það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner