þri 26. júní 2018 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sölvi Geir nefnir eitt jákvætt við tapið gegn Króatíu
Icelandair
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings R., var fljótur að líta á björtu hliðarnar eftir tap Íslands gegn Króatíu á HM í Rússlandi í kvöld. Ísland er úr leik á HM eftir tapið.

Varnarmaðurinn Kári Árnason kom ekki við sögu í kvöld og hann kemur því úthvíldur í næsta leik Víkings.

Kári samdi við Víking fyrir mótið og mun byrja að leika með þeim núna þar sem mótinu er lokið.

Fyrsti leikur hans gæti komið gegn KR 1. júlí næstkomandi.

„Jákvæða við þetta tap er: @karibestmeister mætir úthvíldur í frostaskjól 1 júl KR - Víkingur #pepsideildin," skrifar Sölvi á Twitter eftir leikinn í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner