Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. júní 2018 20:48
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Króatíu: Ísland sýndi það sem er mikilvægt í fóbolta
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gerðum það sem við vildum gera og það er að ná í þrjú stig. Ég veit ekki hvort það var sanngjarnt eða ekki en svona er fótboltinn," sagði Zlatko Dalic, þjálfari Króata, á fréttamannafundi eftir sigurinn á Íslandi í kvöld.

Ísland sýndi hetjulega baráttu í leiknum í dag og Dalic hreifst af frammistöðu liðsins.

„Ísland sýndi það sem er mjög mikilvægt í fóbolta og það er karakter, agi og barátta."

„Þeir vissu hvað þeir vildu fá út úr þessum leik. Ég get bara hrósað Ísland fyrir að leggja allt í þetta og berjast."

„Ég sagði við þjálfarann þeirra að þeir eru með frábært lið sem spilar fótbolta sem hentar þeim best. Þeir beita löngum boltum og föstum leikatriðum. Ég vil hrósa okkar leikmönnum líka fyrir sigurinn og frammistöðuna."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner