Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 26. júní 2019 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afríkukeppnin: Salah með mark og stoðsendingu
Mynd: Getty Images
Það voru þrír leikir í Afríkukeppninni í dag. Egyptaland og Nígería eru komin í 16-liða úrslit.

Nígería varð fyrsta liðið til að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit með 1-0 sigri gegn Gíneu. Nígería gerði eina markið í leiknum á 73. mínútu þegar Kenneth Omeruo skallaði hornspyrnu Moses Simon í markið.

Simbabve og Úganda gerðu 1-1 jafntefli í A-riðli. Úganda er með fjögur stig eftir tvo leiki og Simbabe eitt stig.

Í sama riðli, A-riðli, vann svo Egyptaland 2-0 sigur gegn Lýðveldinu Kongó. Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, skoraði eitt og lagði upp eitt fyrir Egyptaland.

Egyptaland er með sex stig eftir tvo leiki og er komið áfram. Egyptaland er gestgjafi mótsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner