Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. júní 2019 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Erlend félög með augastað á Kolbeini Þórðar
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef rétta tilboðið kemur þá gæti hann farið. Við viljum ekkert láta hann fara. Ég hef í rauninni ekkert heyrt hvort einhverjir hafi borið víurnar í hann," sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks varðandi Kolbein Þórðarson leikmann liðsins.

Orðrómur hefur verið upp um það að Kolbeinn gæti mögulega farið frá Breiðabliki þegar félagaskiptaglugginn opnar en félög erlendis frá hafa sýnt leikmanninum áhuga undanfarin ár.

Kolbeinn hefur leikið gríðarlega vel það sem af er tímabili með Blikum sem eru í 2. sæti deildarinnar stigi á eftir KR.

„Hann er frábær leikmaður og mér finnst mikilvægt að halda honum. Ef það kemur eitthvað risa tilboð í hann þá þurfum við að skoða það vel og vandlega og taka stöðuna. Það gildir fyrir alla okkar leikmenn," sagði Gústi.

Hann segist ekki kannast við það að félög hafi haft samband við Breiðablik varðandi Kolbein og engin formlegar viðræður væru í gangi.

„Maður hefur heyrt að einhver félög hafi sýnt honum áhuga í gegnum árin en ég hef ekki heyrt nein nöfn á liðum sem hafa komið með formlegt tilboð," sagði Gústi og bendir á að dönsku liðin séu að byrja undirbúningstímabil og þar hefur áhuginn á Kolbeini verið mikill undanfarin ár.

„Það kæmi mér ekki á óvart ef einhver dönsk félög hefðu áhuga á honum núna miðað við hvernig hann hefur staðið sig með okkur í sumar," sagði Ágúst Gylfason í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner