Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. júní 2019 14:36
Arnar Daði Arnarsson
Félag í Kýpur hefur áhuga á Kolbeini
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Eyþór Árnason
Knattspyrnufélagið Pafos í Kýpur hyggst freista þess að fá sóknarmanninn, Kolbein Sigþórsson í sínar raðir í sumar.

Greint er frá því á fótboltavefsíðunni Kerkida.net og fleiri miðlum í Kýpur að Pafos hafi áhuga að kaupa Kolbein í sumar.

Fyrr á þessu ári skrifaði Kolbeinn Sigþórsson undir samning við sænsku meistarana í AIK til ársins 2021. Hann til til liðs við AIK frá Nantes í Frakklandi þar sem hann hafði verið út í kuldanum í þó nokkurn tíma.

Kolbeinn hefur lítið leikið með AIK á þessu tímabili en hann var til mynda ónotaður varamaður í 2-0 tapi liðsins á heimavelli gegn Gumma Tóta og félögum í Norrköping í gærkvöldi.



Athugasemdir
banner
banner
banner