mið 26. júní 2019 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard og Vieira orðaðir við Newcastle-starfið
Patrick Vieira og Steven Gerrard.
Patrick Vieira og Steven Gerrard.
Mynd: Getty Images
Rafa Benitez er hættur hjá Newcastle. Hann ákvað ekki að framlengja. Nú er spurning hver tekur við liðinu.

Jose Mourinho er búinn að draga sig úr umræðunni.

Telegraph segir að félagið sé ekki búið að setja sig í samband við neinn knattspyrnustjóra, en það sé búið að setja upp lista yfir mögulega kandídata í starfið.

Efstir á listanum eru Patrick Vieira, Steven Gerrard og Mikel Arteta. Newcastle hefur líka áhuga á Eddie Howe, en ólíklegt þykir að hann muni yfirgefa Bournemouth fyrir Newcastle.

Óvíst er hvort Vieira, Gerrard og Arteta hafi áhuga þar sem þeir eru allir í vinnu. Vieira er stjóri Nice í Frakklandi, Gerrard er stjóri Rangers og Arteta er í þjálfarateymi Pep Guardiola hjá Englandsmeisturum Manchester City.

Sean Dyche og Steve Bruce eru einnig kostir fyrir Newcastle, en Avram Grant var nefndur í umræðunni um daginn.

Það er mikið óvissuástand í gangi hjá Newcastle. Mike Ashley er að reyna að selja félagið. Lítið hefur heyrst af mögulegum kaupum Sheikh Khaled bin Zayed Al Nehayan, sem er frændi eiganda Manchester City, á Newcastle undanfarna daga.

Newcastle hafnaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner