Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. júní 2019 16:30
Arnar Daði Arnarsson
Gústi Gylfa: Bindum miklar væntingar við Gísla
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Gísli Eyjólfsson er kominn aftur heim til Breiðabliks eftir stutta dvöl hjá Mjallby í Svíþjóð. Þetta var tilkynnt fyrr í dag.

Gísli verður löglegur með Breiðabliki í stórleiknum gegn KR næstkomandi mánudagskvöld. Hann hefur verið á láni hjá Mjallby frá Breiðabliki en sænska félagið leikur í næst efstu deild undir stjórn Milos Milojevic, fyrrum þjálfara Víkings og Breiðabliks. Þar situr Mjallby í 2. sæti deildarinnar en félagið er nýliði í deildinni.

„Ég var alltaf búinn að tala um það að ég ætlaði að fá inn leikmann í glugganum og það er nú þegar einn kominn. Það er enginn smá leikmaður, við þekkjum hann og hann smellpassar inn í okkar hóp. Hann þarf ekki einu sinni að aðlagast," sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net fyrr í dag.

„Hann er kominn heim og við tökum vel á móti honum og bindum miklar væntingar við hann út tímabilið. Við erum í keppni á öllum vígstöðvum og þurfum að vera með góðan og þéttan hóp," sagði Gústi sem bætir við að hann sé gríðarlega sáttur með að fá hann heim.

„Við vildum styrkja hópinn og Gísli vildi koma heim. Mjallby voru klárir að láta hann fara. Þetta var því eiginlega sameiginleg ákvörðun allra aðila," sagði Gústi í samtali við Fótbolta.net.

Breiðablik tekur á móti Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins annað kvöld klukkan 19:15 á Kópavogsvelli. Á mánudaginn fara Blikarnir síðan í Vesturbæinn og mæta þar KR í toppslag Pepsi Max-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner