mið 26. júní 2019 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso-kvenna: Engin spurning í uppgjöri neðstu liðanna
Sara Montoro skoraði tvö fyrir Fjölni.
Sara Montoro skoraði tvö fyrir Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Augnablik er komið með níu stig.
Augnablik er komið með níu stig.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það voru tveir leikir í Inkasso-deild kvenna í kvöld. Það var barist í neðri hlutanum.

Tvö neðstu lið deildarinnar, ÍR og Fjölnir, áttust við í Breiðholti. Fyrir leikinn var Fjölnir með tvö stig og ÍR án stiga á botninum.

Eftir leikinn er ÍR eitt og yfirgefið á botninum. Fjölnir setti tóninn strax og komst í 2-0 þegar sjö mínútur voru liðnar. Sara Montoro skoraði bæði mörkin.

Eva María Jónsdóttir gerði fjórða mark Fjölnis á 63. mínútu og Rósa Pálsdóttir gerði lokamark leiksins þegar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Lokatölur 4-0 fyrir Fjölni í uppgjöri neðstu liðanna.

ÍR er án stiga og útlitið er ekki gott. Markatalan hjá ÍR eftir sex leiki er 2:30. Fjölnir er með fimm stig og er núna einu stigi frá Haukum, sem eru í áttunda sæti.

Í hinum leik kvöldsins vann Augnablik sterkan sigur á Aftureldingu. Þórdís Katla Sigurðardóttir gerði eina mark Augnabliks þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Þórdís Katla er fædd árið 2004!

„Augnablik vinnur 1-0 sigur og kemst upp í 5. sæti deildarinnar. Þórdís Katla skoraði eina mark leiksins í jöfnum fyrri hálfleik. Gestirnir í Aftureldingu voru svo miklu líklegri í seinni hálfleik en náðu ekki að reka smiðshöggið á ágætar sóknir sínar," skrifaði Mist Rúnarsdóttir þegar hún lauk textalýsingu sinni frá Kópavogsvelli í kvöld.

Augnablik, sem var með meðalaldur upp 18,9 ár í byrjunarliði sínu í kvöld, er komið upp í fimmta sæti deildarinnar með níu stig. Afturelding er með sjö stig í sjöunda sæti.

Augnablik 1 - 0 Afturelding
1-0 Þórdís Katla Sigurðardóttir ('38 )
Lestu nánar um leikinn

ÍR 0 - 4 Fjölnir
0-1 Sara Montoro ('4 )
0-2 Sara Montoro ('7 )
0-3 Eva María Jónsdóttir ('63 )
0-4 Rósa Pálsdóttir ('80 )
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner